Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Linda telur óheilbrigt að pör djammi mikið í sitthvoru lagi. Líklega sé það að reyna að halda öllum hurðum opnum. Getty „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda. Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda.
Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira