Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 16:05 Svona voru verksummerki eftir tilraunina í desember. Vísir/Kristín Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13