Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. apríl 2025 12:02 Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Vinstri græn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar