Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:34 Markaðir í Kína tóku dýfu eins og annars staðar í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira