Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:03 Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun