Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:03 Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar