Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:03 Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar