Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2025 06:00 Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Viðreisn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun