„Orkustigið var skrítið út af okkur“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 6. apríl 2025 22:00 Pétur Rúnar Birgisson er leikmaður Tindastóls. Vísir/Jón Gautur Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn. „Það eru líklegast einhver stór skot sem falla og falla ekki, svo náum við bara einhvernvegin í lokin að halda orkustiginu og þvinga þá í erfið skot. Igor fékk einhver skot sem við viljum alls ekki þarna undir restina. Orkustigið undir restina og að klára leikinn á vítunum kláraði þetta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Í fyrri hálfleik voru menn mikið að skiptast á körfum og hvorugt lið sem náði einhverju forskoti. Pétur var sammála þeirri staðhæfingu en bætti við að það var í raun út allan leikinn. „Við byrjum þriðja leikhlutann á góðu áhlaupi og mér leið mjög vel þá en þeir svöruðu bara strax. Svo hélst leikurinn bara að mig minnir í 50-50. Við skiptumst örugglega ansi oft á forystu, og bæði lið að setja niður stór skot á milli. Ég var bara mjög ánægður með orkustigið og að vinna loksins útileik. Það er langt síðan við unnum útileik síðast og ég er ánægður með að taka þetta heim.“ Stemningin í Blue-höllinni var frábær og það var mikil læti. Ákefðin inn á vellinum speglaði það en það var nóg að gera hjá dómarateyminu. „Þetta var orðið svolítið ‘tense’ þarna í þriðja leikhluta, þegar þeir komu með áhlaupið á okkur þá fannst mér við bregðast illa við. Orkustigið í húsinu var skrítið út af okkur, við vorum of mikið að bregðast við einhverjum dómum. Mér fannst dómararnir höndla þetta bara mjög vel og við þurfum bara að vera betri að vera ekki svona tilfinningasamir alltaf þegar okkur finnst á okkur brotið. Það á bara að halda áfram með þetta.“ Pétur braut skynsamlega af sér í lok leiksins þegar Tindastóll var þremur stigum yfir en Andri spurði hann hvort það hafi verið skilaboð frá þjálfurunum. „Fyrir það var það ekki, en svo var ég að dekka Jaka hérna úti, þá fæ ég Benna í eyrað á mér að kalla: brjóttu, brjóttu, brjóttu. Síðan hefði ég viljað sleppa því, því að Jaka var bara að fara ‘posta’ mig hjá þriggja stiga línunni. En það heppnaðist þannig áfram gakk.“ Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það eru líklegast einhver stór skot sem falla og falla ekki, svo náum við bara einhvernvegin í lokin að halda orkustiginu og þvinga þá í erfið skot. Igor fékk einhver skot sem við viljum alls ekki þarna undir restina. Orkustigið undir restina og að klára leikinn á vítunum kláraði þetta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Í fyrri hálfleik voru menn mikið að skiptast á körfum og hvorugt lið sem náði einhverju forskoti. Pétur var sammála þeirri staðhæfingu en bætti við að það var í raun út allan leikinn. „Við byrjum þriðja leikhlutann á góðu áhlaupi og mér leið mjög vel þá en þeir svöruðu bara strax. Svo hélst leikurinn bara að mig minnir í 50-50. Við skiptumst örugglega ansi oft á forystu, og bæði lið að setja niður stór skot á milli. Ég var bara mjög ánægður með orkustigið og að vinna loksins útileik. Það er langt síðan við unnum útileik síðast og ég er ánægður með að taka þetta heim.“ Stemningin í Blue-höllinni var frábær og það var mikil læti. Ákefðin inn á vellinum speglaði það en það var nóg að gera hjá dómarateyminu. „Þetta var orðið svolítið ‘tense’ þarna í þriðja leikhluta, þegar þeir komu með áhlaupið á okkur þá fannst mér við bregðast illa við. Orkustigið í húsinu var skrítið út af okkur, við vorum of mikið að bregðast við einhverjum dómum. Mér fannst dómararnir höndla þetta bara mjög vel og við þurfum bara að vera betri að vera ekki svona tilfinningasamir alltaf þegar okkur finnst á okkur brotið. Það á bara að halda áfram með þetta.“ Pétur braut skynsamlega af sér í lok leiksins þegar Tindastóll var þremur stigum yfir en Andri spurði hann hvort það hafi verið skilaboð frá þjálfurunum. „Fyrir það var það ekki, en svo var ég að dekka Jaka hérna úti, þá fæ ég Benna í eyrað á mér að kalla: brjóttu, brjóttu, brjóttu. Síðan hefði ég viljað sleppa því, því að Jaka var bara að fara ‘posta’ mig hjá þriggja stiga línunni. En það heppnaðist þannig áfram gakk.“
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira