Körfubolti

Skelltu sér í jarðar­för Hauka

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tommi Steindórs og Nablinn kíktu á Ásvelli.
Tommi Steindórs og Nablinn kíktu á Ásvelli. Vísir

Bónus Körfuboltakvöld Extra var á dagskrá í vikunni. Þar fóru þeir félagar Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson á stúfana og kíktu meðal annars við á Ásvöllum.

Í þættinum Bónus Körfuboltakvöld Extra er oft á tíðum slegið á létta strengi en þar heldur Stefán Árni Pálsson um stjórnartaumana ásamt góðum stýrimönnum.

Í þætti vikunnar var meðal annars sýnt frá því þegar Andri Már Eggertsson, einnig þekktur sem Nablinn, og Tommi Steindórs kíktu á þýðingalítinn leik Hauka og ÍR í lokaumferð Bónus-deildarinnar.

Ákváðu þeir félagar að kveðja Hauka með virktum en Haukarnir munu spila í 1. deildinni á næsta tímabili eftir að hafa hafnað í neðsta sæti Bónus-deildarinnar.

„Ég í raun átta mig ekkert á því af hverju Tómas dró mig hingað á Haukar-ÍR, einhvern mest óspennandi leikurinn í umferðinni,“ sagði Nablinn ósáttur fyrir leik. Tómas lumaði þó á leynivopni til að hressa Nablann við.

Fyrir leik hittu Nablinn og Tommi stuðningsmenn ÍR sem voru í góðum gír að hita upp fyri leikinn. 

Alllt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Nablinn og Tommi heimsækja Ásvelli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×