Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 23:01 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Bjarni Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“ Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“
Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira