Sendi Dönum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 13:25 Lars Lokke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrar Danmerkur og Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira