„Kokkurinn“ í Bandidos látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2025 09:03 Michael Rosenvold var forseti Bandidos í Evrópu. Getty Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“. Ekstra bladet greinir frá andláti „kokksins“ en það kom í ljós þegar réttarhöld á hendur mótorhjólagenginu, sem snúast um að fá þau bönnuð í Danmörku, áttu að halda áfram í morgun. Saksóknari greindi dómnum frá andlátinu. Saksóknararnir vilja meina að Bandidos séu hættuleg og ofbeldisfull samtök, sem eigi því að verða leyst upp. Meðlimir Bandidos aftur á móti halda því fram að um félagsskap sé að ræða sem hafi áhuga á mótorhjólum. Frá því í desember síðastliðnum hefur verið lagt tímabundið bann á starfsemi samtakanna í Danmörku. Tíu meðlimir gengisins eru í haldi þessa stundina grunaðir um að funda þrátt fyrir þetta bann. Rosenvold, sem er forsvarsmaður Bandidos í Danmörku, var ekki einn þessara tíu, en fyrirhugað var að hann myndi gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Dómarinn frestaði þinghaldinu vegna fregnanna. Samkvæmt DR tileinkaði Rosenvold stórum hluta lífs síns til Bandidos. Hann kom að stofnun gengisins í Danmörku á tíunda áratugnum. Áður hafði hann verið meðlimur annars mótorhjólagengis, sem hét Undertakers, en árið 1993 sameinaðist sá hópur Bandidos. „Fyrst var ég ritari klúbbsins hérna í Danmörku, svo varaforseti og svo forsetinn yfir allri Evrópu,“ sagði Rosenvold við réttarhöldin í febrúar síðastliðnum. Danmörk Erlend sakamál Andlát Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Ekstra bladet greinir frá andláti „kokksins“ en það kom í ljós þegar réttarhöld á hendur mótorhjólagenginu, sem snúast um að fá þau bönnuð í Danmörku, áttu að halda áfram í morgun. Saksóknari greindi dómnum frá andlátinu. Saksóknararnir vilja meina að Bandidos séu hættuleg og ofbeldisfull samtök, sem eigi því að verða leyst upp. Meðlimir Bandidos aftur á móti halda því fram að um félagsskap sé að ræða sem hafi áhuga á mótorhjólum. Frá því í desember síðastliðnum hefur verið lagt tímabundið bann á starfsemi samtakanna í Danmörku. Tíu meðlimir gengisins eru í haldi þessa stundina grunaðir um að funda þrátt fyrir þetta bann. Rosenvold, sem er forsvarsmaður Bandidos í Danmörku, var ekki einn þessara tíu, en fyrirhugað var að hann myndi gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Dómarinn frestaði þinghaldinu vegna fregnanna. Samkvæmt DR tileinkaði Rosenvold stórum hluta lífs síns til Bandidos. Hann kom að stofnun gengisins í Danmörku á tíunda áratugnum. Áður hafði hann verið meðlimur annars mótorhjólagengis, sem hét Undertakers, en árið 1993 sameinaðist sá hópur Bandidos. „Fyrst var ég ritari klúbbsins hérna í Danmörku, svo varaforseti og svo forsetinn yfir allri Evrópu,“ sagði Rosenvold við réttarhöldin í febrúar síðastliðnum.
Danmörk Erlend sakamál Andlát Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira