„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Hlín Eiriksdóttur líkar lífið vel á Englandi hjá Leicester City Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira