Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar 2. apríl 2025 08:03 Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti. Í því samhengi er áhugaverð þróun að orðræða í samfélagi, stjórnmálum og jafnvel atvinnulífi snúist um þessar mundir mest um; skort, skuldir og nauðsyn hagræðingar. Þessi síendurteknu stef dynja á okkur alla daga. Minna er talað um metnaðarfull markmið, stóra sigra, tækifæri, spennandi verkefni, skapandi hugmyndir, framkvæmdagleði og gæði. Skortstaða eða tækifæri til nýsköpunar? Skapandi fólk; hönnuðir, arkitektar, listafólk og frumkvöðlar stefna yfirleitt á stóra sigra og sjá tækifæri til nýsköpunar og spennandi möguleika í hverju verkefni. Það er sterk og bjartsýn nálgun sem skilar miklum gæðum. Hjá þeim er glasið fullt en ekki hálftómt sem virðist oftast vera staðan hjá hagræðingum þessa heims. Vissulega er gott og gilt að leita að ofgnótt og sóun þar sem hana gæti verið að finna. Þegar það tekst er mikilvægt að horfa raunsætt á málin og hafa kjark og þor til að forgangsraða og einfaldlega hætta verkefnum. En það er líka mikilvægt að hafa vit á því að sóa ekki tíma og orku í að leita að aurum til að spara þar sem enga er að finna. Þar sem hver króna margfaldast Ríkisstjórnin fékk sendar yfir 4 þúsund tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri gegnum samráðsgátt stjórnvalda en ein þeirra er gömul og margrýnd hugmynd um ríkisvædda Listamiðstöð. Það er merkilegt til þess að hugsa að hún hafi þótt svo áhugaverð og líkleg til árangurs að hún rataði inn í lokatillögur sem voru um 60 talsins. Það er grátbroslegt að leita að fjárhagslegri hagræðingu í minnstu upphæðum ríkisreikningsins og dapurlegt að einhverjum detti í hug að hagræðingu sé að finna í vanfjármögnuðum bjartsýnisverkefnum eins og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og öðrum Miðstöðvum sem ætlað er að efla skapandi greinar og listir. Óvíða er ríkisfé eins vel nýtt, en sýnt hefur verið fram á að hver króna frá ríkinu margfaldast í þeim geirum enda hagsýni og ráðdeild innbyggð í þann heim. Hagræðing í andstöðu við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og stefnuskrám flokkanna eru metnaðarfull markmið um kraftmikla uppbyggingu á sviði skapandi greina. Stjórnvöld vilja styðja við menningarlíf, listafólk og áframhaldandi vöxt skapandi greina á Íslandi af myndarskap og horfa til efnahagslegrar þýðingar menningarstarfsemi og skapandi greina, sem verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. Uppbyggingin getur byggt á markvissri vinnu undanfarinna ára, vandaðri stefnumótun og fjárfestingu greinanna sjálfra og stjórnvalda. Áhersla á skapandi greinar og listir snýst um að efla greinarnar, auka áhrifamátt þeirra sem í þeim starfa og gefa þeim tækifæri til að vaxa og eflast, hverri á sínum forsendum. Samanburðarlönd veðja á skapandi greinar Framtíðarsýn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að Ísland verði alþjóðlega þekkt fyrir hönnun og arkitektúr og að þær greinar verði megin hreyfiafl í samfélagi okkar og atvinnulífi til framtíðar. Aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs má beita markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á sjálfbæra verðmætasköpun fyrir samfélagið. Þannig geta stjórnvöld og atvinnulíf aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og aukið nýsköpun á ólíkum sviðum. Í örum tæknibreytingum nútímans leggja þau lönd sem við berum okkur helst saman við, megináherslu á skapandi greinar til að tryggja áframhaldandi lífsgæði. Einstakt tækifæri Við blasir einstakt tækifæri framsýnnar ríkisstjórnar með Loga Einarsson arkitekt og ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla í fararbroddi en hann býr yfir mikilli þekkingu á skapandi greinum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á undanförnum árum hefur störfum í greinum hönnunar og arkitektúrs fjölgað um helming, rekstrartekjur hafa þrefaldast og laun hækkað. Þar að auki hafa um 500 ungir og skapandi hönnuðir og arkitektar útskrifast úr háskólum hér á landi og erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hlaupum í rétta átt! Við erum fámenn þjóð í stóru landi og búum yfir snerpu, seiglu, einstökum sköpunarkrafti og getum hlaupið hratt þegar þarf. Við vekjum athygli og aðdáun víða um heim fyrir einstakan árangur á fjölbreyttu sviði skapandi greina, en þrátt fyrir það ýtum við skapandi greinum ítrekað aftast í röðina þegar kemur að áhrifum og fjármagni. Nú þarf metnaðarfull markmið, við höfum fullkomnar aðstæður til að gera skapandi greinar, hönnun og arkitektúr að megintækjum til framfara. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin og við erum tilbúin. Eina sem þarf er kjarkur og þor til að setja skapandi greinar í forgrunn og fjárfesta af alvöru í þeim eins og við höfum gert af myndarskap við aðrar atvinnugreinar. Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem stendur að HönnunarMars 2. - 6. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti. Í því samhengi er áhugaverð þróun að orðræða í samfélagi, stjórnmálum og jafnvel atvinnulífi snúist um þessar mundir mest um; skort, skuldir og nauðsyn hagræðingar. Þessi síendurteknu stef dynja á okkur alla daga. Minna er talað um metnaðarfull markmið, stóra sigra, tækifæri, spennandi verkefni, skapandi hugmyndir, framkvæmdagleði og gæði. Skortstaða eða tækifæri til nýsköpunar? Skapandi fólk; hönnuðir, arkitektar, listafólk og frumkvöðlar stefna yfirleitt á stóra sigra og sjá tækifæri til nýsköpunar og spennandi möguleika í hverju verkefni. Það er sterk og bjartsýn nálgun sem skilar miklum gæðum. Hjá þeim er glasið fullt en ekki hálftómt sem virðist oftast vera staðan hjá hagræðingum þessa heims. Vissulega er gott og gilt að leita að ofgnótt og sóun þar sem hana gæti verið að finna. Þegar það tekst er mikilvægt að horfa raunsætt á málin og hafa kjark og þor til að forgangsraða og einfaldlega hætta verkefnum. En það er líka mikilvægt að hafa vit á því að sóa ekki tíma og orku í að leita að aurum til að spara þar sem enga er að finna. Þar sem hver króna margfaldast Ríkisstjórnin fékk sendar yfir 4 þúsund tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri gegnum samráðsgátt stjórnvalda en ein þeirra er gömul og margrýnd hugmynd um ríkisvædda Listamiðstöð. Það er merkilegt til þess að hugsa að hún hafi þótt svo áhugaverð og líkleg til árangurs að hún rataði inn í lokatillögur sem voru um 60 talsins. Það er grátbroslegt að leita að fjárhagslegri hagræðingu í minnstu upphæðum ríkisreikningsins og dapurlegt að einhverjum detti í hug að hagræðingu sé að finna í vanfjármögnuðum bjartsýnisverkefnum eins og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og öðrum Miðstöðvum sem ætlað er að efla skapandi greinar og listir. Óvíða er ríkisfé eins vel nýtt, en sýnt hefur verið fram á að hver króna frá ríkinu margfaldast í þeim geirum enda hagsýni og ráðdeild innbyggð í þann heim. Hagræðing í andstöðu við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og stefnuskrám flokkanna eru metnaðarfull markmið um kraftmikla uppbyggingu á sviði skapandi greina. Stjórnvöld vilja styðja við menningarlíf, listafólk og áframhaldandi vöxt skapandi greina á Íslandi af myndarskap og horfa til efnahagslegrar þýðingar menningarstarfsemi og skapandi greina, sem verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. Uppbyggingin getur byggt á markvissri vinnu undanfarinna ára, vandaðri stefnumótun og fjárfestingu greinanna sjálfra og stjórnvalda. Áhersla á skapandi greinar og listir snýst um að efla greinarnar, auka áhrifamátt þeirra sem í þeim starfa og gefa þeim tækifæri til að vaxa og eflast, hverri á sínum forsendum. Samanburðarlönd veðja á skapandi greinar Framtíðarsýn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að Ísland verði alþjóðlega þekkt fyrir hönnun og arkitektúr og að þær greinar verði megin hreyfiafl í samfélagi okkar og atvinnulífi til framtíðar. Aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs má beita markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á sjálfbæra verðmætasköpun fyrir samfélagið. Þannig geta stjórnvöld og atvinnulíf aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og aukið nýsköpun á ólíkum sviðum. Í örum tæknibreytingum nútímans leggja þau lönd sem við berum okkur helst saman við, megináherslu á skapandi greinar til að tryggja áframhaldandi lífsgæði. Einstakt tækifæri Við blasir einstakt tækifæri framsýnnar ríkisstjórnar með Loga Einarsson arkitekt og ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla í fararbroddi en hann býr yfir mikilli þekkingu á skapandi greinum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á undanförnum árum hefur störfum í greinum hönnunar og arkitektúrs fjölgað um helming, rekstrartekjur hafa þrefaldast og laun hækkað. Þar að auki hafa um 500 ungir og skapandi hönnuðir og arkitektar útskrifast úr háskólum hér á landi og erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hlaupum í rétta átt! Við erum fámenn þjóð í stóru landi og búum yfir snerpu, seiglu, einstökum sköpunarkrafti og getum hlaupið hratt þegar þarf. Við vekjum athygli og aðdáun víða um heim fyrir einstakan árangur á fjölbreyttu sviði skapandi greina, en þrátt fyrir það ýtum við skapandi greinum ítrekað aftast í röðina þegar kemur að áhrifum og fjármagni. Nú þarf metnaðarfull markmið, við höfum fullkomnar aðstæður til að gera skapandi greinar, hönnun og arkitektúr að megintækjum til framfara. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin og við erum tilbúin. Eina sem þarf er kjarkur og þor til að setja skapandi greinar í forgrunn og fjárfesta af alvöru í þeim eins og við höfum gert af myndarskap við aðrar atvinnugreinar. Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem stendur að HönnunarMars 2. - 6. apríl.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun