Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 1. apríl 2025 10:02 Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Trúmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun