Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2025 06:17 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með breytingunum sé stigið sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. Tekið verði mið af því hvernig fólk búi og lifi og að fólki verði treyst til að axla ábyrgð. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Um er að ræða breytingu á lögum um fjöleignarhús og segir á vef ráðuneytisins að frumvarpinu sé ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks, óháð efnahag og búsetu. Núgildandi reglur fjöleignarhúsalaganna hafi leitt til þess að íbúar fjöleignarhúsa hafi átt minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk sem býr í sérbýli. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður félagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að frumvarpið sjálft gangi of langt að hennar mati. Bendir hún á að mismunandi skoðanir séu uppi meðal félagsmanna, en að í þeirra hópi sé fólk sem hafi ofnæmi fyrir hundum og köttum eða hræðast dýrin. Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins, segir að nauðsynlegt sé að taka tillit til þeirra sem hræðast dýrin og þeirra sem eru með ofnæmi fyrir þeim. Augljósir kostir séu við gæludýrahald líkt og að sporna við einmanaleika fólks, en að á móti komi að nauðsynlegt sé að horfa til sjónarmiða þeirra sem hræðast hunda og katta og þeirra sem eru með ofnæmi. Fólk axli ábyrgð Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Inga hafi í framsöguræðu sinni á þinginu í gær undirstrikað að verði frumvarpið að lögum muni það auka jafnræði gæludýraeigenda hvað varðar húsnæðisvalkost ásamt því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi þeirra. „Hún benti á að í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi gangi reglur um hunda- og kattahald í fjölbýli út á að dýrahaldið sé leyft nema sérstakar og málefnalegar ástæður mæli gegn því. Húsfélög þar gætu sett dýrahaldi skorður, en þyrftu þá að rökstyðja þær með tilvísun í hagsmuni íbúa – til dæmis vegna ofnæmis eða ónæðis. Á Íslandi væri málum öfugt farið og hér þyrfti fólk að fá samþykki fyrir því að halda hund eða kött. Með lagasetningunni myndi Ísland því færast nær þeirri sanngirni sem tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum,“ segir í tilkynningunni. Inga sagði ennfremur í ræðunni að með breytingunni á frumvarpinu sé stigið sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. Tekið verði mið af því hvernig fólk búi og lifi og að fólki verði treyst til að axla ábyrgð. „Við gerum ekki lítið úr áhyggjum nágranna sem eru með ofnæmi, eða sem óttast ónæði – en við lítum til þeirra úrræða sem lögin veita nú þegar. Við ætlum okkur að setja réttlátt, skynsamt, heilbrigt og skýrt regluverk um dýrahald – sem styður bæði fólk og dýr,“ sagði Inga. Húsfélög geti lagt bann við dýrahaldi Um frumvarpið segir að húsfélög fjölbýlishúsa muni geta sett reglur um gæludýrahald, svo lengi sem þær eru málefnalegar, eðlilegar og byggðar á jafnræði. „Með þeim geta eigendur sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geta þó eðli máls samkvæmt ekki gengið svo langt að þær girði fyrir hunda- eða kattahald í fjölbýlishúsinu enda væri það andstætt markmiði laganna. Áfram er gert ráð fyrir að húsfélög geti lagt bann við dýrahaldi ef dýrið veldur verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigandi bregst ekki við áminningum húsfélagsins og ræður bót þar á. Þannig gæti til dæmis húsfélag bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi væri á svo háu stigi að sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt að finna lausnir til að ráða bót þar á. Í því sambandi er þó lagt til að samþykki 2/3 hluta eigenda þurfi fyrir slíku banni í stað einfalds meiri hluta eins og er í dag. Hið sama gildir um tilvik þar sem eigandi dýrs brýtur verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum samkvæmt lögunum eða reglum húsfélagsins, þrátt fyrir áminningar húsfélags. Getur húsfélagið þá bannað viðkomandi dýrhald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert honum að fjarlægja dýrið úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum,“ segir á vef ráðuneytisins. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Um er að ræða breytingu á lögum um fjöleignarhús og segir á vef ráðuneytisins að frumvarpinu sé ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks, óháð efnahag og búsetu. Núgildandi reglur fjöleignarhúsalaganna hafi leitt til þess að íbúar fjöleignarhúsa hafi átt minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk sem býr í sérbýli. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður félagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að frumvarpið sjálft gangi of langt að hennar mati. Bendir hún á að mismunandi skoðanir séu uppi meðal félagsmanna, en að í þeirra hópi sé fólk sem hafi ofnæmi fyrir hundum og köttum eða hræðast dýrin. Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins, segir að nauðsynlegt sé að taka tillit til þeirra sem hræðast dýrin og þeirra sem eru með ofnæmi fyrir þeim. Augljósir kostir séu við gæludýrahald líkt og að sporna við einmanaleika fólks, en að á móti komi að nauðsynlegt sé að horfa til sjónarmiða þeirra sem hræðast hunda og katta og þeirra sem eru með ofnæmi. Fólk axli ábyrgð Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Inga hafi í framsöguræðu sinni á þinginu í gær undirstrikað að verði frumvarpið að lögum muni það auka jafnræði gæludýraeigenda hvað varðar húsnæðisvalkost ásamt því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi þeirra. „Hún benti á að í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi gangi reglur um hunda- og kattahald í fjölbýli út á að dýrahaldið sé leyft nema sérstakar og málefnalegar ástæður mæli gegn því. Húsfélög þar gætu sett dýrahaldi skorður, en þyrftu þá að rökstyðja þær með tilvísun í hagsmuni íbúa – til dæmis vegna ofnæmis eða ónæðis. Á Íslandi væri málum öfugt farið og hér þyrfti fólk að fá samþykki fyrir því að halda hund eða kött. Með lagasetningunni myndi Ísland því færast nær þeirri sanngirni sem tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum,“ segir í tilkynningunni. Inga sagði ennfremur í ræðunni að með breytingunni á frumvarpinu sé stigið sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. Tekið verði mið af því hvernig fólk búi og lifi og að fólki verði treyst til að axla ábyrgð. „Við gerum ekki lítið úr áhyggjum nágranna sem eru með ofnæmi, eða sem óttast ónæði – en við lítum til þeirra úrræða sem lögin veita nú þegar. Við ætlum okkur að setja réttlátt, skynsamt, heilbrigt og skýrt regluverk um dýrahald – sem styður bæði fólk og dýr,“ sagði Inga. Húsfélög geti lagt bann við dýrahaldi Um frumvarpið segir að húsfélög fjölbýlishúsa muni geta sett reglur um gæludýrahald, svo lengi sem þær eru málefnalegar, eðlilegar og byggðar á jafnræði. „Með þeim geta eigendur sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geta þó eðli máls samkvæmt ekki gengið svo langt að þær girði fyrir hunda- eða kattahald í fjölbýlishúsinu enda væri það andstætt markmiði laganna. Áfram er gert ráð fyrir að húsfélög geti lagt bann við dýrahaldi ef dýrið veldur verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigandi bregst ekki við áminningum húsfélagsins og ræður bót þar á. Þannig gæti til dæmis húsfélag bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi væri á svo háu stigi að sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt að finna lausnir til að ráða bót þar á. Í því sambandi er þó lagt til að samþykki 2/3 hluta eigenda þurfi fyrir slíku banni í stað einfalds meiri hluta eins og er í dag. Hið sama gildir um tilvik þar sem eigandi dýrs brýtur verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum samkvæmt lögunum eða reglum húsfélagsins, þrátt fyrir áminningar húsfélags. Getur húsfélagið þá bannað viðkomandi dýrhald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert honum að fjarlægja dýrið úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum,“ segir á vef ráðuneytisins.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira