Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 11:31 Emil Karel Einarsson mun væntanlega aldrei gleyma stundinni góðu vorið 2021 þegar Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda margrét „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Emil Karel, sem verið hefur einn af burðarásum Þórs í Þorlákshöfn um árabil, lék sinn síðasta leik á fimmtudaginn þegar það réðst endanlega að Þór færi ekki í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. Hann fór yfir ákvörðun sína í beinni útsendingu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og tók við ráðleggingum Teits Örlygssonar um að halda sér í formi og eiga síðar kost á því að spila fleiri leiki fyrir Þór þó að hann fyndi fyrir þreytu núna. „Ég var að pæla í að taka pásu eftir síðasta tímabil eða þá að taka eitt í viðbót. Ég er í fullri vinnu, með tvö börn undir tveggja ára, svo maður sefur ekki mikið og hefur ekki mikinn tíma til að æfa. Maður finnur að þreytan í gegnum síðustu tvö tímabil er farin að ná til manns,“ sagði Emil í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Karel ræddi um ákvörðun sína Þór tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og komst ekki í úrslitakeppnina en liðið hefði einnig þurft á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum að halda. „Þetta er svolítið skrýtið. Það var kannski ekki svo mikið undir í leiknum [við Keflavík], út af því að við áttum svo litla möguleika, en ég var mjög stressaður fyrir leikinn sem er eitthvað sem maður upplifir ekki oft fyrir deildarleiki,“ sagði Emil um lokaleikinn. Enginn vafi um hápunkt ferilsins „Maður er að taka þetta inn en mér líður ágætlega eins og er. En þegar kemur fram í september eða október fer maður kannski að finna meira fyrir þessu,“ bætti hann við. Lokatímabil Emils fór ekki eins og Þórsarar hefðu kosið: „Þetta var svolítið erfitt. Það var alltaf einn og einn að koma og við að byrja frá núllpunkti. Það er andlega lýjandi að byggja alltaf upp á nýtt. Við náðum aldrei takti. Svo voru mörg töp eftir áramót með 1-2 stigum, með flautukörfum sem féllu ekki með okkur, og það tók líka andann úr manni,“ sagði Emil sem þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður um hápunktinn á ferlinum: „Það myndi vera Íslandsmeistaratitilinn 2021. Það er klárt mál. Rosaleg upplifun og maður mun aldrei gleyma því að hafa lyft þeim stóra, á heimavelli. Það var extra sætt.“
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira