Innherji

Gott gengi tækni­fyrir­tækja hefur aukið sam­þjöppun er­lendra eigna líf­eyris­sjóða

Hörður Ægisson skrifar
Eftir að hafa skarað fram úr öðrum vestrænum hlutabréfamörkuðum á undanförnum hefur þróunin verið önnur í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári - og helstu hlutabréfavísitölur lækkað skarpt á síðustu vikum. 
Eftir að hafa skarað fram úr öðrum vestrænum hlutabréfamörkuðum á undanförnum hefur þróunin verið önnur í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári - og helstu hlutabréfavísitölur lækkað skarpt á síðustu vikum.  Vísir/Getty

Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa.


Tengdar fréttir

Áformar að auka vægi inn­lendra hluta­bréfa ólíkt öðrum stærri líf­eyri­sjóðum

Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.

Líf­eyris­sjóðir setja stefnuna á auknar fjár­festingar í er­lendum hluta­bréfum

Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum.

Krónan styrkist hratt eftir að líf­eyris­sjóðir og spá­kaup­menn drógu sig í hlé

Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×