Körfubolti

Sjáðu fimm bestu til­þrifin og kjóstu

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson er tilnefndur fyrir að hitta úr skoti þegar hann nánast lá á gólfinu.
Hörður Axel Vilhjálmsson er tilnefndur fyrir að hitta úr skoti þegar hann nánast lá á gólfinu. Stöð 2 Sport

Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag.

Sérfræðingarnir á bakvið Bónus Körfuboltakvöld hafa valið fimm bestu tilþrifin í vetur og má sjá þau hér að neðan. Lesendur geta svo valið hvaða tilþrif þeim þykja best, í könnuninni fyrir neðan spilarann.

Klippa: Topp fimm tilþrif ársins

Þeir sem eru tilnefndir eru Jaka Brodnik úr Keflavík, Sadio Doucoure úr Tindastóli, Hörður Axel Vilhjálmsson úr Álftanesi, Mustapha Heron úr Þór Þ., og Jacob Falko ÍR.

Hægt er að kjósa hér að neðan.

Eins og fyrr segir hefst úrslitakeppni karla á miðvikudag en hér að neðan má sjá fyrstu leikina í úrslitakeppni karla og kvenna. Allir leikirnir verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Úrslitakeppni karla:

  • Leikur 1
  • Miðvikudagur 2. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Valur - Grindavík
  • Fimmtudagur 3. apríl
  • 19.00 Njarðvík - Álftanes
  • 19.30 Stjarnan - ÍR
  • -
  • Leikur 2
  • Sunnudagur 6. apríl
  • 19.00 Grindavík - Valur
  • 19.30 Keflavík - Tindastóll
  • Mánudagur 7. apríl
  • 19.00 ÍR - Stjarnan
  • 19.30 Álftanes - Njarðvík
  • -
  • Leikur 3
  • Fimmtudagur 10. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Valur - Grindavík
  • Föstudagur 11. apríl
  • 19.00 Stjarnan - ÍR
  • 19.30 Njarðvík - Álftanes

Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.

Úrslitakeppni kvenna:

  • Leikur 1
  • Mánudagur 31. mars
  • 19.00 Keflavík - Tindastóll
  • 19.30 Haukar - Grindavík
  • Þriðjudagur 1. apríl
  • 19.00 Þór Ak. - Valur
  • 19.30 Njarðvík - Stjarnan
  • -
  • Leikur 2
  • Föstudagur 4. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Grindavík - Haukar
  • Laugardagur 5. apríl
  • 18.15 Stjarnan - Njarðvík
  • 19.00 Valur - Þór Ak.
  • -
  • Leikur 3
  • Þriðjudagur 8. apríl
  • 19.00 Keflavík - Tindastóll
  • 19.30 Haukar - Grindavík
  • Miðvikudagur 9. apríl
  • 19.00 Þór Ak. - Valur
  • 19.30 Njarðvík - Stjarnan

Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×