„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. mars 2025 21:54 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. „Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
„Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira