„Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2025 21:36 Sigurður Ingimundarson náði að koma Keflavíkurliðinu í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. „Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann en Keflavík mætir Tindastóli, nýkrýndum deildarmeisturum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
„Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann en Keflavík mætir Tindastóli, nýkrýndum deildarmeisturum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira