Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2025 16:52 Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélagsins. Nasdaq Iceland Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. Ísfélagið birti uppgjör fyrir árið 2024 eftir lokun markaða í dag. Þar segir að rekstrartekjur á fjórða ársfjórðungi hafi numið 50,5 milljónum Bandaríkjadollara og á árinu 2024 hafi þær numið 171,1 milljónum dollara, samanborið við 194 milljónir dollara á árinu 2023. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi hafi numið 6,5 milljónum dollara og hagnaður ársins 2024 16,1 milljón dollara, samanborið við hagnað upp á 38,6 milljónir dollara árið 2023. EBITDA framlegð á fjórða ársfjórðungi hafi verið 15,2 milljónir dollara, eða 30,1 prósent. EBITDA framlegð ársins 2024 hafi verið 48,2 milljónir dollara eða 28,2 prósent af rekstrartekjum. Í tilkynningu til Kauphallar segir að verri afkoma en árið áður skýrist fyrst og fremst af því að ekki hafi verið stundaðar loðnuveiðar í fyrravetur og makrílveiðar síðastliðið sumar hafi ekki gengið vel. Vel ríflega hundrað milljarða eignir Þegar helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi ársins eru færðar yfir í íslenskar krónur á meðalgengi ársins 2024, 137,93, hafi rekstrartekjur félagsins verið 23,6 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 4,5 milljarðar króna, hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna og EBITDA 6,6 milljarðar króna. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á lokagengi ársins, 138,2, séu heildareignir 107,5 milljarðar króna, fastafjármunir 94,4 milljarðar króna og veltufjármunir 13,1 milljarður króna. Eigið fé í lok árs 2024 sé 76,1 milljarður króna og skuldir og skuldbindingar 31,4 milljarðar króna. Nauðsynlegt að rannsaka hvers vegna loðnan skilar sér illa af fjalli Í tilkynningunni er haft eftir að Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að töluverður samdráttur hafi orðið í rekstri félagsins á árinu 2024, sem skýrist að mestu leyti vegna aflabrests í loðnu á síðastliðnum vetri og lélegrar makrílveiði í sumar. „Nauðsynlegt er að rannsaka betur loðnustofninn sem er svo mikilvægur í vistkerfi hafsins hér við land og reyna að fá svör við því hvers vegna hann skilar sér ekki betur af fjalli ef svo má að orði komast. Horfurnar eru aftur á móti góðar fyrir næstu vetrarvertíð og miklar líkur á upphafskvóta en sagan segir okkur, því miður, að þar sé ekki á vísan að róa.“ Veiðar og vinnsla á síld hafi hins vegar gengið vel á árinu. Góð eftirspurn hafi verið á mörkuðum fyrir afurðir félagsins og verð á frosnum og ferskum afurðum hækkað. Verð á fiskimjöli hafi verið ágætt á árinu en verð á lýsi lækkað. Afli skipa félagsins hafi verið um 78.500 tonn og framleiddar afurðir um 32.600 tonn. Mjöl- og lýsisframleiðsla hafi verið tæp 14.400 tonn. Umtalsverðar fjárfestingar Frystitogarinn Sólberg hafi skilað góðri afkomu á árinu og verið aflahæsta bolfiskskip landsins. Sigurbjörg, nýr ísfisktogari félagsins, hafi hafið veiðar um miðjan ágúst en skipið leysi þrjú eldri skip af hólmi. Fiskvinnslu félagins í Þorlákshöfn hafi verið lokað í haust. Ástæðurnar séu, eins og áður hafi komið fram, annars vegar að ekki séu nægar aflaheimildir fyrir hendi og hins vegar aflabrestur í humarveiðum. Umtalsverðar fjárfestingar hafi á árinu. Smíði ísfisktogarans Sigurbjargar hafi verið lokið í Tyrklandi, félagið hafi keypt Pathway, uppsjávarskip frá Skotlandi, sem afhent verði í maí á þessu ári. Þá hafi undirbúningur að stækkun á fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum hafist og bygging nýrrar frystigeymslu á Þórshöfn. Félagið hafi undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra við hóp banka í lok janúar á þessu ári. Lánið sé til fimm ára með 25 ára afborgunarferli og hafi verið nýtt til að endurfjármagna öll vaxtaberandi lán og styrkja lausafjárstöðu félagsins og aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni. Hækkunin enginn hvati til orkuskipta Þá er haft eftir Stefáni að kostnaður hafi hækkað umtalsvert, þar með talið laun og orkukostnaður. Hækkun kolefnisgjalds um 60 prósent um síðustu áramót sé sérstakt umhugsunarefni í ljósi þess að ekki séu aðrar leiðir færar en að notast við jarðefnaeldsneyti í rekstrinum og hækkun þessa sérstaka skatts því enginn hvati til orkuskipta eins og hafi verið og sé tilgangur laganna sem skattlagningin byggist á. Fyrir liggi einnig áform um innleiðingu reglna um breytingar á viðskiptakerfi með losunarheimildir, þar sem til standi að útvíkka það enn frekar. Slík áform muni auka kostnað við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Því sé verið að auka á kostnað við framleiðslu, án þess að aðgengi að raforku til reksturs sé tryggt. Ríkisstjórnin ætli að slátra mjólkurkúnni Stefán gerir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum að umræðuefni sínu og ljóst má þykja að honum lýst ekkert á áformin. „Stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um gríðarlega hækkun á veiðigjöldum þrátt fyrir að ljóst sé að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að skoða áhrif þessara skattahækkana á atvinnugreinina og samkeppnishæfni hennar. Hærri skattar á fyrirtæki minnka möguleika þeirra á að fjárfesta í betri rekstri og draga úr getu fyrirtækja til að gera betur. Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni.“ Sjálfbærum veiðum varpað fyrir róða með áætlunum um 48 daga Loks er haft eftir Stefáni að fyrir liggi að sjávarútvegsráðherra ætli að fjölga strandveiðidögum upp í 48. Því hafi verð heitið að það verði gert án þess að skerða heimildir annarra útgerðaraðila. „Gangi þessi áform eftir mun þorskaflinn innan fárra ára aukast langt fram úr veiðiráðgjöfinni og það er ekki farsælt ef markmiðum um sjálfbærar veiðar er varpað fyrir róða.“ Ísfélagið Vestmannaeyjar Kauphöllin Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Ísfélagið birti uppgjör fyrir árið 2024 eftir lokun markaða í dag. Þar segir að rekstrartekjur á fjórða ársfjórðungi hafi numið 50,5 milljónum Bandaríkjadollara og á árinu 2024 hafi þær numið 171,1 milljónum dollara, samanborið við 194 milljónir dollara á árinu 2023. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi hafi numið 6,5 milljónum dollara og hagnaður ársins 2024 16,1 milljón dollara, samanborið við hagnað upp á 38,6 milljónir dollara árið 2023. EBITDA framlegð á fjórða ársfjórðungi hafi verið 15,2 milljónir dollara, eða 30,1 prósent. EBITDA framlegð ársins 2024 hafi verið 48,2 milljónir dollara eða 28,2 prósent af rekstrartekjum. Í tilkynningu til Kauphallar segir að verri afkoma en árið áður skýrist fyrst og fremst af því að ekki hafi verið stundaðar loðnuveiðar í fyrravetur og makrílveiðar síðastliðið sumar hafi ekki gengið vel. Vel ríflega hundrað milljarða eignir Þegar helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi ársins eru færðar yfir í íslenskar krónur á meðalgengi ársins 2024, 137,93, hafi rekstrartekjur félagsins verið 23,6 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 4,5 milljarðar króna, hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna og EBITDA 6,6 milljarðar króna. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á lokagengi ársins, 138,2, séu heildareignir 107,5 milljarðar króna, fastafjármunir 94,4 milljarðar króna og veltufjármunir 13,1 milljarður króna. Eigið fé í lok árs 2024 sé 76,1 milljarður króna og skuldir og skuldbindingar 31,4 milljarðar króna. Nauðsynlegt að rannsaka hvers vegna loðnan skilar sér illa af fjalli Í tilkynningunni er haft eftir að Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að töluverður samdráttur hafi orðið í rekstri félagsins á árinu 2024, sem skýrist að mestu leyti vegna aflabrests í loðnu á síðastliðnum vetri og lélegrar makrílveiði í sumar. „Nauðsynlegt er að rannsaka betur loðnustofninn sem er svo mikilvægur í vistkerfi hafsins hér við land og reyna að fá svör við því hvers vegna hann skilar sér ekki betur af fjalli ef svo má að orði komast. Horfurnar eru aftur á móti góðar fyrir næstu vetrarvertíð og miklar líkur á upphafskvóta en sagan segir okkur, því miður, að þar sé ekki á vísan að róa.“ Veiðar og vinnsla á síld hafi hins vegar gengið vel á árinu. Góð eftirspurn hafi verið á mörkuðum fyrir afurðir félagsins og verð á frosnum og ferskum afurðum hækkað. Verð á fiskimjöli hafi verið ágætt á árinu en verð á lýsi lækkað. Afli skipa félagsins hafi verið um 78.500 tonn og framleiddar afurðir um 32.600 tonn. Mjöl- og lýsisframleiðsla hafi verið tæp 14.400 tonn. Umtalsverðar fjárfestingar Frystitogarinn Sólberg hafi skilað góðri afkomu á árinu og verið aflahæsta bolfiskskip landsins. Sigurbjörg, nýr ísfisktogari félagsins, hafi hafið veiðar um miðjan ágúst en skipið leysi þrjú eldri skip af hólmi. Fiskvinnslu félagins í Þorlákshöfn hafi verið lokað í haust. Ástæðurnar séu, eins og áður hafi komið fram, annars vegar að ekki séu nægar aflaheimildir fyrir hendi og hins vegar aflabrestur í humarveiðum. Umtalsverðar fjárfestingar hafi á árinu. Smíði ísfisktogarans Sigurbjargar hafi verið lokið í Tyrklandi, félagið hafi keypt Pathway, uppsjávarskip frá Skotlandi, sem afhent verði í maí á þessu ári. Þá hafi undirbúningur að stækkun á fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum hafist og bygging nýrrar frystigeymslu á Þórshöfn. Félagið hafi undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra við hóp banka í lok janúar á þessu ári. Lánið sé til fimm ára með 25 ára afborgunarferli og hafi verið nýtt til að endurfjármagna öll vaxtaberandi lán og styrkja lausafjárstöðu félagsins og aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni. Hækkunin enginn hvati til orkuskipta Þá er haft eftir Stefáni að kostnaður hafi hækkað umtalsvert, þar með talið laun og orkukostnaður. Hækkun kolefnisgjalds um 60 prósent um síðustu áramót sé sérstakt umhugsunarefni í ljósi þess að ekki séu aðrar leiðir færar en að notast við jarðefnaeldsneyti í rekstrinum og hækkun þessa sérstaka skatts því enginn hvati til orkuskipta eins og hafi verið og sé tilgangur laganna sem skattlagningin byggist á. Fyrir liggi einnig áform um innleiðingu reglna um breytingar á viðskiptakerfi með losunarheimildir, þar sem til standi að útvíkka það enn frekar. Slík áform muni auka kostnað við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Því sé verið að auka á kostnað við framleiðslu, án þess að aðgengi að raforku til reksturs sé tryggt. Ríkisstjórnin ætli að slátra mjólkurkúnni Stefán gerir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum að umræðuefni sínu og ljóst má þykja að honum lýst ekkert á áformin. „Stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um gríðarlega hækkun á veiðigjöldum þrátt fyrir að ljóst sé að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að skoða áhrif þessara skattahækkana á atvinnugreinina og samkeppnishæfni hennar. Hærri skattar á fyrirtæki minnka möguleika þeirra á að fjárfesta í betri rekstri og draga úr getu fyrirtækja til að gera betur. Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni.“ Sjálfbærum veiðum varpað fyrir róða með áætlunum um 48 daga Loks er haft eftir Stefáni að fyrir liggi að sjávarútvegsráðherra ætli að fjölga strandveiðidögum upp í 48. Því hafi verð heitið að það verði gert án þess að skerða heimildir annarra útgerðaraðila. „Gangi þessi áform eftir mun þorskaflinn innan fárra ára aukast langt fram úr veiðiráðgjöfinni og það er ekki farsælt ef markmiðum um sjálfbærar veiðar er varpað fyrir róða.“
Ísfélagið Vestmannaeyjar Kauphöllin Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira