Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 15:35 Jón Axel Guðmundsson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristinn Pálsson fögnuðu vel eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. Nú er ljóst hvaða leikir bíða liðsins þar. vísir/Anton Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út.
Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira