Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 15:35 Jón Axel Guðmundsson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristinn Pálsson fögnuðu vel eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. Nú er ljóst hvaða leikir bíða liðsins þar. vísir/Anton Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út.
Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira