Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen og Gunnar Ásgrímsson skrifa 27. mars 2025 12:32 Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar