Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 12:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. vísir/vilhelm Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. Hún segir þó að fátt annað hafi verið í stöðunni fyrir stjórn félagsins. Ekki sé nein önnur leið til að losna við formann sem ríkir ósætti um. Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við þáverandi formann stéttarfélagsins en kostnaður vegna samningsins nemur rúmlega 70 milljónum króna. Þórarinn Eyfjörð verður því á launum hjá stéttarfélaginu í um tvö og hálft ár en starfslokasamningur var gerður við hann rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Hann vék úr embætti eftir ásakanir um að hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Úr ársreikningi Sameykis. Miðað við að kostnaður á hvern mánuð árið 2025 sé um 2,5 milljónir og að Þórarinn hafi sagt af sér sem formaður í október á síðasta ári má ætla ða heildarkostnaður vegna starfslokasamningsins sé um 73 milljónir króna.skjáskot Fordæmalaus greiðsla Sameyki er aðildarfélag BSRB en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki þekkja fordæmi um jafn langa greiðslu til starfsloka. Hún ítrekar að Sameyki sé sjálfstætt stéttarfélag og málið sé alfarið á þeirra borði. Leiðtogar stéttarfélaga eru kjörnir en ekki ráðnir sem geti skapað sérkennilega stöðu við samningaborðið. „Það þýðir það að sá sem er kjörinn og ætti að hætta fyrr áður en kjörtímabili líkur. Hann þarf að taka þá ákvörðun sjálfur. Af því leiðir auðvitað að það er öðruvísi samningsstaða. Þannig viðkomandi getur þá auðvitað horft til þess hvað þurfi raunverulega til svo hann fari frá störfum.“ Óeðlilegt að félagsfólk borgi brúsann Oft séu ekki reglur til staðar hjá félögum um hvaða kjör eigi að gilda þegar að viðkomandi segir af störfum áður en kjörtímabili líkur. Erfitt sé að fyrirbyggja að fráfarandi leiðtogar notfæri sér samningsstöðuna. Óeðlilegt sé að félagsfólk borgi brúsann. „Það er auðvitað ekkert eðlilegt við það, þó að þetta séu mjög einstakar aðstæður að einhver sé á launum í tæplega þrjú ár sem hefur verið að gegna þessu hlutverk að vinna í þágu launafólks. Sérstaklega ef við tökum úr okkar hópi, þetta er ekki mjög há laun hjá okkar félagsfólki.“ Engir aðrir valkostir í stöðunni Hún segir að Þórarinn og aðrir sem komist í álíka stöðu að taka við peningum félagsmanna án þess að starfa í þeirra þágu þurfi að gera það upp við eigin samvisku hvort þeir þiggi umrædd laun. Ekki sé við stjórn Sameykis að sakast enda fátt annað í stöðunni ef losna á við formann sem ríkir ósætti um. „Ef við horfum á þetta út frá bæjardyrum stjórnar eða þeirra sem ákveða það hvort það sé komið að leiðarlokum að þá eru valkostirnir raunverulega engir aðrir en þessir.“ Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu en hann mun ræða málið með félagsmönnum sínum á aðalfundi Sameykis í dag. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. 11. október 2024 16:51 Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. 5. maí 2024 12:21 Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Hún segir þó að fátt annað hafi verið í stöðunni fyrir stjórn félagsins. Ekki sé nein önnur leið til að losna við formann sem ríkir ósætti um. Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við þáverandi formann stéttarfélagsins en kostnaður vegna samningsins nemur rúmlega 70 milljónum króna. Þórarinn Eyfjörð verður því á launum hjá stéttarfélaginu í um tvö og hálft ár en starfslokasamningur var gerður við hann rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Hann vék úr embætti eftir ásakanir um að hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Úr ársreikningi Sameykis. Miðað við að kostnaður á hvern mánuð árið 2025 sé um 2,5 milljónir og að Þórarinn hafi sagt af sér sem formaður í október á síðasta ári má ætla ða heildarkostnaður vegna starfslokasamningsins sé um 73 milljónir króna.skjáskot Fordæmalaus greiðsla Sameyki er aðildarfélag BSRB en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki þekkja fordæmi um jafn langa greiðslu til starfsloka. Hún ítrekar að Sameyki sé sjálfstætt stéttarfélag og málið sé alfarið á þeirra borði. Leiðtogar stéttarfélaga eru kjörnir en ekki ráðnir sem geti skapað sérkennilega stöðu við samningaborðið. „Það þýðir það að sá sem er kjörinn og ætti að hætta fyrr áður en kjörtímabili líkur. Hann þarf að taka þá ákvörðun sjálfur. Af því leiðir auðvitað að það er öðruvísi samningsstaða. Þannig viðkomandi getur þá auðvitað horft til þess hvað þurfi raunverulega til svo hann fari frá störfum.“ Óeðlilegt að félagsfólk borgi brúsann Oft séu ekki reglur til staðar hjá félögum um hvaða kjör eigi að gilda þegar að viðkomandi segir af störfum áður en kjörtímabili líkur. Erfitt sé að fyrirbyggja að fráfarandi leiðtogar notfæri sér samningsstöðuna. Óeðlilegt sé að félagsfólk borgi brúsann. „Það er auðvitað ekkert eðlilegt við það, þó að þetta séu mjög einstakar aðstæður að einhver sé á launum í tæplega þrjú ár sem hefur verið að gegna þessu hlutverk að vinna í þágu launafólks. Sérstaklega ef við tökum úr okkar hópi, þetta er ekki mjög há laun hjá okkar félagsfólki.“ Engir aðrir valkostir í stöðunni Hún segir að Þórarinn og aðrir sem komist í álíka stöðu að taka við peningum félagsmanna án þess að starfa í þeirra þágu þurfi að gera það upp við eigin samvisku hvort þeir þiggi umrædd laun. Ekki sé við stjórn Sameykis að sakast enda fátt annað í stöðunni ef losna á við formann sem ríkir ósætti um. „Ef við horfum á þetta út frá bæjardyrum stjórnar eða þeirra sem ákveða það hvort það sé komið að leiðarlokum að þá eru valkostirnir raunverulega engir aðrir en þessir.“ Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu en hann mun ræða málið með félagsmönnum sínum á aðalfundi Sameykis í dag.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. 11. október 2024 16:51 Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. 5. maí 2024 12:21 Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. 11. október 2024 16:51
Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. 5. maí 2024 12:21
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42