Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa 26. mars 2025 07:32 Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Bryndís Haraldsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun