Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir, Karen Rut Robertsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir standa að hlaðvarpinu Á bak við tjöldin. Þorgeir Örn Tryggvason „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu. Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu.
Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira