Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir, Karen Rut Robertsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir standa að hlaðvarpinu Á bak við tjöldin. Þorgeir Örn Tryggvason „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu. Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu.
Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira