Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar 25. mars 2025 12:32 Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar