Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 08:49 Trump sagðist ekkert vita um málið þegar hann var spurður út í spjallið í gær. Getty/Anna Moneymaker Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025 Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025
Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“