Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. mars 2025 08:31 Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun