Innlent

Tvær konur slógust í Hafnar­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hafnarfjörður úr lofti. Myndin er úr safni.
Hafnarfjörður úr lofti. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir jafnframt frá öðrum manni sem var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna slagsmála í Hafnarfirði.

Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af pari sem var að stela úr verslun. Það mál mun hafa verið afgreitt með vettvangsformi.

Í dagbókinni segir jafnframt að alls hefðu 71 mál skráð í kerfi lögreglunnar. Þegar dagbókin var rituð voru tveir vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×