Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen segir að Vance hafi margt til síns máls þegar hann segir að óheft flæði farand- og flóttafólks ógni öryggi Evrópu. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. Þetta kom fram í viðtali bandaríska miðilsins Politico við Mette í vikunni en DR greinir frá. „Varaforsetinn, JD Vance, hafði rétt fyrir sér þegar hann varaði við flæði farand- og flóttafólks til Evrópu í febrúar. Ég sé fjöldainnflutning fólks til Evrópu sem ógn gagnvart daglegu lífi í Evrópu,“ sagði Mette. Hellti sér yfir leiðtoga Evrópu Vance lét leiðtoga Evrópu heyra það í ræðu sinni á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar, en þar sagði hann að óheft flæði fólks til Evrópu væri jafnvel meiri ógn gagnvart öryggi álfunnar en Rússar. Þá sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau hefðbundnu gildi sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Ummæli Vance féllu í grýttan jarðveg á ráðstefnunni. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi Vance harðlega þegar hann steig á svið. Sagði hann meðal annars að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Rússar stærsta ógnin Mette sagðist í viðtalinu ekki geta verið sammála Vance um að Rússar væru ekki stærsta ógn Evrópu, en hann hefði eftir sem áður rétt fyrir sér um innflytjendamálin. „Þegar ég spyr fólk út í áhyggjur þeirra af öryggismálum, segja þau öll að Rússar og vernd Evrópu séu það allra mikilvægasta eins og sakir standa,“ segir Mette. Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali bandaríska miðilsins Politico við Mette í vikunni en DR greinir frá. „Varaforsetinn, JD Vance, hafði rétt fyrir sér þegar hann varaði við flæði farand- og flóttafólks til Evrópu í febrúar. Ég sé fjöldainnflutning fólks til Evrópu sem ógn gagnvart daglegu lífi í Evrópu,“ sagði Mette. Hellti sér yfir leiðtoga Evrópu Vance lét leiðtoga Evrópu heyra það í ræðu sinni á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar, en þar sagði hann að óheft flæði fólks til Evrópu væri jafnvel meiri ógn gagnvart öryggi álfunnar en Rússar. Þá sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau hefðbundnu gildi sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Ummæli Vance féllu í grýttan jarðveg á ráðstefnunni. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi Vance harðlega þegar hann steig á svið. Sagði hann meðal annars að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Rússar stærsta ógnin Mette sagðist í viðtalinu ekki geta verið sammála Vance um að Rússar væru ekki stærsta ógn Evrópu, en hann hefði eftir sem áður rétt fyrir sér um innflytjendamálin. „Þegar ég spyr fólk út í áhyggjur þeirra af öryggismálum, segja þau öll að Rússar og vernd Evrópu séu það allra mikilvægasta eins og sakir standa,“ segir Mette.
Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira