Sport

Handboltamenn ó­sáttir við um­mælin: „Kári Árna­son litli kall“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kári Árnason er ekki sá vinsælasti hjá handboltasamfélaginu eftir ummælin í gær.
Kári Árnason er ekki sá vinsælasti hjá handboltasamfélaginu eftir ummælin í gær.

Ummæli Kára Árnasonar eftir landsleik Íslands og Kósovó í gær hafa fallið í grýttan jarðveg hjá handboltasamfélaginu.

Kári sagði búið að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“

Ummælin féllu þegar þeir Kári, Lárus Orri og Kjartan Atli ræddu grein sem birtist á Vísi þar sem velt var vöngum hvort betra væri fyrir Ísland að vinna einvígið eða tapa því. Svar sérfræðinganna var afdráttarlaust nei.

Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson, vakti athygli á ummælunum á X-síðu sinni.

Arnar Daði Arnarson, handboltasérfræðingur og þáttastjórnandi Handkastsins, deildi færslunni og skrifaði:

„Enn einn litli kallinn mættur til að upphefja “sína” íþrótt með því að miða sig við Þjóðaríþróttina. Kári Árnason litli kall.“

Við færslu Arnars skrifar handboltadeild Vals: „Fer hrollur um okkur. Kjánahrollur. Áfram Ísland.“

Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×