Kári sagði búið að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“
Ummælin féllu þegar þeir Kári, Lárus Orri og Kjartan Atli ræddu grein sem birtist á Vísi þar sem velt var vöngum hvort betra væri fyrir Ísland að vinna einvígið eða tapa því. Svar sérfræðinganna var afdráttarlaust nei.
Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson, vakti athygli á ummælunum á X-síðu sinni.
Áfram Ísland 🇮🇸 pic.twitter.com/hFEQFzbwdI
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) March 21, 2025
Arnar Daði Arnarson, handboltasérfræðingur og þáttastjórnandi Handkastsins, deildi færslunni og skrifaði:
„Enn einn litli kallinn mættur til að upphefja “sína” íþrótt með því að miða sig við Þjóðaríþróttina. Kári Árnason litli kall.“
Enn einn litli kallinn mættur til að upphefja “sína” íþrótt með því að miða sig við Þjóðaríþróttina.
— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) March 21, 2025
Kári Árnason litli kall🤏🏽#Handkastið https://t.co/xyLrNKx08S
Við færslu Arnars skrifar handboltadeild Vals: „Fer hrollur um okkur. Kjánahrollur. Áfram Ísland.“
Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.