Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 10:05 Þjóðverjar eru ekki þeir einu sem hafa verið stöðvaðir á landamærunum en fregnir hafa einnig borist af óförum Breta og Frakka, svo dæmi séu tekin. Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira