Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. mars 2025 07:15 Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun