Fótbolti

Slakir velli ógna öryggi kven­kyns leik­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Manchester City og Chelsea á dögunum.
Úr leik Manchester City og Chelsea á dögunum. Vísir/Getty Images

Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum.

Kvörtunin kemur í kjölfar þess að völlurinn sem Real Madríd bauð Arsenal upp á þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu minnti meira á kartöflugarð heldur en gras sem spilað er á þegar stærstu lið álfunnar mætast.

Kvartanirnar koma í kjölfar þess að leikur Chelsea og Manchester City fór fram á annars slökum heimavelli Derby County, Pride Park. Yfirborð vallarins var ójafnt og mikið um moldarflag á vellinum.

PFA segir í yfirlýsingunni sinni að vellir sem þessir hafi ekki aðeins á gæði leiksins heldur einnig öryggi leikmanna.

„Á undanförnum dögum hafa leikmenn okkar margoft verið beðnir um að spila mikilvæga leiki við ófullnægjandi aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Leikmenn í hæsta gæðaflokki eiga skilið aðstæður í hæsta gæðaflokki og það er réttur þeirra að búast við meiru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×