Heimir segir dýrmætt að forðast fall Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 14:31 Heimir Hallgrímsson heilsar upp á nýliðann Rocco Vata, 19 ára sóknarmann Watford, á æfingu í Búlgaríu. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira