Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar 18. mars 2025 23:31 Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun