„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2025 19:27 Einar Árni segir sínum konum til í leiknum í Smáranum í dag. Vísir/Anton Brink „Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum. „Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
„Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti