Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2025 13:07 Ciara segist ekki lengur geta setið á sér. Instagram/EPA Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow) Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow)
Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Sjá meira
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist