Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 13:02 Emil Nielsen kastar sér á eftir boltanum á Ólympíuleikunum í París í fyrra, þar sem Danir unnu gull. AP/Aaron Favila Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um. Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira