Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 07:13 Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, segir allt líf heilagt og hann muni gera allt í hans valdi til að vernda öll ófædd börn. Getty/Brandon Bell Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira