Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar 17. mars 2025 11:02 Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun