Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve og Daníel Thor Myer skrifa 15. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar