Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu! List sem byggir upp menntun Ég hef ferðast vítt og breitt um Ísland, tekið þátt í sýningum og námskeiðum ég man þegar ég heimsótti Þelamerkurskóla það var eins og að vera komin inn í listasafn. Þegar ég gekk inn í Þelamerkurskóla fann ég strax fyrir þeirri ástríðu og sköpun sem lá í loftinu. Smíðastofan var ekki bara vinnustaður, heldur lifandi umhverfi þar sem verk með ástríðu og metnaði voru í sköpun. Hvert verkefni sem ég sá, hvort sem það var risastór kind eða tré sem var að verða fjögurra metra hátt, var vitnisburður um þá orku sem nemendur lögðu í það sem þeir sköpuðu. Það var meira en bara handverk, það var andi sköpunar sem blómstraði í hverju smáatriði, og hvert verkefni hafði eigin lífskraft. Unnar Eiríksson, smíðakennari skólans, hafði skapað ótrúlega tengingu milli handverks og sköpunar. Hann hvatti nemendur til að læra ekki bara með höndum sínum, heldur einnig með hjarta og sál. Þar var engin rammi, engin takmörk fyrir því hvað væri hægt að skapa. Fegurð í skólum: Vöxtur og ástríða Við erum í samfélagi þar sem sköpun og frumleiki eru lykilþættir til að móta framtíðina. Hvað ef við myndum færa þetta líka inn í skólastofurnar? Að fegurð og list yrðu hluti af daglega lífi nemenda, ekki bara sem eitthvað sem á að læra um í bókum heldur sem eitthvað sem þeir upplifa í kringum sig. Þannig myndum við ekki bara fegra umhverfið, heldur bæta við nýjum sjónarhornum sem gera nemendur meira opna fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum. Það er þannig sem fegurðin getur haft bein áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við sjáum heiminn. Það er líka mikilvæg tenging sem við þurfum að bæta við. Þegar við fáum bestu listamenn landsins til að vinna með grunnskólum, þá eru þeir ekki bara að skapa fallega hluti, þeir eru að kenna nemendum hvernig þeir sjálfir geta orðið skapandi einstaklingar. Þeir fá tækifæri til að læra af þeim sem hafa reynslu og sem eru með ástríðu fyrir því sem þeir gera. Þetta snýst ekki bara um að búa til falleg verk, þetta er um að mennta og veita innblástur. Listamenn geta verið leiðbeinendur í því að kenna nemendum hvernig þeir geta notað sköpunargleði sína til að leysa vandamál og sjá heiminn á nýjan hátt. Ég man eftir þegar ég heimsótti grunnskólann á Hofsósi, þar sem eitt stórkostlegt listaverk blasti við mér við innganginn. Þegar ég spurði skólastjórann um verkið, sagði hann mér frá sérstöku átaki frá því um 1980 þegar íslenskir listamenn voru fengnir til að vinna með grunnskólum til að fegra umhverfið. Þetta átak skapaði tengingu milli lista og skólastarfs, nemendur fengu innblástur frá bestu listamönnum landsins og lærðu að tengja list við veruleikann. Það var verkefni sem hentaði öllum aldurshópum og var á hverjum degi til staðar til að minna okkur á hvernig fegurð getur haft áhrif á okkur öll. Fegurð sem breytir skólum Það sem er enn betra er að þetta er ekki eitthvað sem þarf að vera flókið eða ómögulegt. Það snýst einfaldlega um það að við þurfum að opna dyrnar fyrir þessu samstarfi og skapa umhverfi þar sem list og fegurð eru viðurkennd sem nauðsynlegir þættir í menntun. Þegar nemendur ganga inn í skóla, þá ætti það ekki bara að vera venjulegt skólaumhverfi, það á að vera eins og að ganga inn í stórglæsilegt listasafn þar sem hver veggur, hvert smáatriði og hvert verkefni segir „hér getur þú vaxið og skapað.“ Við getum gert þetta aftur. Við getum gefið nemendum okkar tækifæri til að læra af þeim bestu, við getum skapað skólaumhverfi þar sem þeir geta upplifað hvernig það er að vera skapandi, og við getum leyft þeim að sjá og upplifa list og fegurð á daglegum grunni. Þetta snýst ekki bara um list, þetta er um að búa til samfélag þar sem við öll lærum, vöxum og tengjumst með því að bæta umhverfi okkar með metnaði og ástríðu. Lífið er of stutt til að ganga framhjá fegurð. Við ættum að bjóða upp á hana í öllum hornum samfélagsins, frá skólastofum til smíðastofa, frá myndum á veggjum til fallegs handverks. Fegurðin er ekki aðeins fyrir augun, hún er fyrir hugann og hjartað og við þurfum að leyfa henni að blómstra í öllum skólum á Íslandi. Höfundur er töframaður og kennari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun