Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2025 08:32 Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun