Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 14:06 Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51