Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 14:06 Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51